Við hugsum í lausnum!
Við leggjum mikla áhersla á vönduð vinnubrögð frá A-Ö og kappkostum að tileinka okkur stöðugar nýjungar í tækni og þjónustu ásamt því að viðhalda stöðugleika.
Starfsfólk okkar hefur áratuga reynslu í skipulagningu funda, ráðstefna og viðburða af öllum stærðum og gerðum fyrir innlenda og erlenda aðila.
Sérhæfð persónuleg þjónusta!
Við bjóðum faglega þjónustu þegar kemur að fundarhaldi og viðburðum. Undirbúningur og skipulag ráðstefna er flókið ferli þar sem gæta verður að ýmsum ólíkum þáttum.
Iceland ráðstefnur hefur sérhæft sig á þessu sviði og býður alhliða þjónustu í tengslum við ráðstefnur, fundi og viðburði. Skipulag er okkar fag.
Verkefnastjórnun
Skráningar
App
Sýningar
Markaðs- og kynningarmál
Streymi
ÁREIÐANLEIKI – JÁKVÆÐNI – SAMVINNA
Verkefnin
Við höfum skipulagt og séð um framkvæmd ráðstefna á borð við: Arctic Circle, Læknadaga, Sjávarútvegur (Icelandic Fishing Expo), European Geoparks, Iðnaðarsýninguna svo eitthvað sé nefnt.
UMSAGNIR
Þegar kemur að því að skipuleggja stærstu árlegu ráðstefnuna á Íslandi vitum við hjá Arctic Circle að við getum alltaf treyst á fólkið sem hefur verið með okkur frá upphafi.
Starfsfólk Iceland ráðstefna hafa sýnt einstaka skipulagshæfileika og mikinn skilning á þörfum okkar fyrir hið árlega Arctic Circle þing. Fagmennska þeirra, sveigjanleiki og hollustu við að tryggja norðurskautssamfélaginu eftirminnilega upplifun er erfitt að finna.
Við hjá Arctic Circle erum stolt af því að kalla þá samstarfsaðila.
Stjórn Samtaka um sárameðferð á Íslandi (SUMS) þakkar fyrir framúrskarandi þjónustu sem Iceland ráðstefnur hafa veitt við skipulagningu ráðstefnu okkar.
Þau hafa fagmennsku og sveigjanleika að leiðarljósi og veita trausta og persónulega þjónustu.
Það var frábært að vinna með Iceland ráðstefnur við undirbúning og framkvæmd 17. Evrópuráðstefnu jarðvanga sem haldin var á Reykjanesi í október 2024.
Samstarfið var til fyrirmyndar – hjá þeim voru aldrei vandamál, aðeins lausnir. Mikil og góð athygli fyrir smáatriðum sem skipti sköpum fyrir gæði ráðstefnunnar, auk þess sem öflugt tengslanet þeirra gerði okkur kleift að fá framúrskarandi aðila að borðinu.
Án þeirra hefði þessi ráðstefna aldrei orðið jafn glæsileg og hún var.
Við mælum eindregið með Iceland ráðstefnur fyrir alla sem vilja fá fagmennsku, áreiðanleika og framúrskarandi þjónustu.
Við höfum átt einstaklega gott samstarf við Iceland ráðstefnur við skipulagningu Læknadaga.
Eftir áralanga samvinnu vitum við að þau búa yfir mikilli reynslu á þessu sviði, fagmennsku og þekkingu á skipulagningu á ráðstefnum og fundum, og eru ávallt tilbúin til að finna lausnir.
Iceland ráðstefnur fá okkar bestu meðmæli.
Hafðu samband!
Endilega hafðu samband við starfsfólk okkar fyrir nánari tilboðsgerð, hvort sem um er að ræða fundi, ráðstefnur eða aðra viðburði.
Vinsamlegast hafðu samband í forminu hér að neðan eða í síma 546 0335.
Hlökkum til að heyra í þér.