ÞJÓNUSTAN
Við sjáum um verkefnastjórnun viðburða frá byrjun til enda og erum stolt af því að veita eftirfarandi þjónustu:
- Verkefnastjórnun
- Skipulagningu allt frá A-Ö, frá BID kynningum til loka reikninga eftir viðburð
- Hönnun og stjórnun vefsíðna / ráðstefnukerfa
- Framkvæmdaáætlun verkefna ásamt tímalínu og verkáætlun
- Fjárhagsáætlun ásamt ráðgjöf um skráningargjöld
- Uppsetning og stjórnun ráðstefnu forrita / APP
- Skráning á netinu, skráningarkerfi fyrir ágrip/abstracts, nafnspjöld og skönnun
- Markaðs- og kynningarmál
- Ráðgjöf um vistvæna starfshætti með sjálfbærni að leiðarljósi
- Samskipti og bókanir birgja: t.d. rými og fundarsalir, veitingar, tækniþjónusta, skemmtiatriði, ferðir, hljóðkerfi, akstur og önnur afþreying
- Viðburðastjórnun (kvöldverðir, árshátíðir, hópefli og aðrir viðburðir)
- Samskipti við fyrirlesara, flug- og gistibókanir, ferðir og annað fyrirkomulag
- Stuðningur og ráðgjöf við undirbúningsnefndir
- Fjármálastjórnun viðburða allt frá tilboðsgerð til lokauppgjörs svo sem: fjárhagsáætlunargerð, reikningagerð, greiðslusamþykki og sjóðstreymis stjórnun
- Skipulagning sýningasvæða, samskipti við þátttakendur, sýningarhönnun, teikningar, bókanir á sýningakerfum og stuðningur á staðnum
- Umsjón með skoðanakönnunum og skýrslugerð
- Samskipti við þátttakendur
- Verkefnastjórnun á staðnum á meðan viðburði stendur ásamt eftirfylgni þar til viðburði og uppgjöri er lokið
Við kappkostum að hafa persónulega þjónustu og leggjum ríka áherslu á vandvirkni og samskipti. Með það að leiðarljósi veljum við samstarfsaðila okkar vel og eiga þeir það sameiginlegt að vinna faglega og leggja sig fram við að fylgja áherslu okkar um fagmennsku og vandvirkni.

