VERKEFNIN

ARCTIC

CIRCLE

Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle eru fjölsóttasti árlegi alþjóðavettvangurinn um Norðurslóðir og framtíð þeirra og eru þingin ávallt haldin á Íslandi. Þau eru jafnframt orðin stærsta sam­koma heims um mál­efni Norður­slóða

Fjöldi þátttakenda árið 2024 var um 2500 manns. Á þinginu voru um 200 málstofur með rúmlega 700 ræðumönnum og fyrirlesurum.

LÆKNA

DAGAR

Læknadagar eru fræða- og símenntunarþing Fræðslustofnunar lækna. Læknadagar eru aðeins opnir læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki og eru haldnir árlega.

Á hverri ráðstefnu er fjöldinn allur af mál- og vinnustofum auk vöru- og þjónustusýningar. Fjöldi þátttakenda ár hvert er um 800-1000 manns.

SUMS

Samtök um sárameðferð (SUMS) eru þverfagleg samtök fagfólks sem koma að mati og meðferð sára á Íslandi. Samtökin leggja metnað sinn í að stuðla að auknu vísindastarfi og rannsóknum á sviði sárameðferðar á Íslandi.

Árlegt þing SUMS er haldið á haustmánuðum ásamt sýningu fyrir þátttakendur. Fjöldi þátttakenda ár hvert er um 170-250 manns.

SJÁVAR

ÚTVEGUR

Sýningin Sjávarútvegur (Icelandic Fishing Expo) er haldin í allri Laugardalshöllinni og er með stærri og viðameiri sýningum sem haldnar hafa verið á Íslandi. Það er mikill fjölbreytileiki á sýningunni. Þarna eru stór fyrirtæki er þjóna sjávarútveginum með mjög fjölþættar lausnir og líka einstaklingar í litlum fyrirtækjum með framsæknar lausnir og tæki.

Sjávarútvegssýningin er haldin á þriggja ára fresti þar sem  innlend og erlend fyrirtæki taka þátt og er fjöldi gesta í kringum 20.000 gestir.

EUROPEAN GEOPARKS

Sautjánda alþjóðlega ráðstefna evrópskra jarðvanga fór fram 2.-4. október, 2024 í Hljómahöll, Reykjanesbæ. Um 400 gestir frá 30 löndum og yfir 90 jarðvöngum sóttu ráðstefnuna. Á henni voru um 240 erindi og vinnustofur.

Ráðstefnan stóð yfir í 2 daga og endaði með ferðum um Reykjanesið.

IÐNAÐAR

SÝNINGIN

Helstu svið sýningarinnar hafa verið: mannvirki, orka, innviðir, hönnun og vistvænar lausnir.

IÐNAÐARSÝNINGIN spannar hið víða svið iðnaðar hvort sem er á sviði mannvirkja, orku, framleiðslu, hugverka eða grænna lausna svo eitthvað sé nefnt. Slík sýning á erindi við landsmenn hvort sem þeir starfa eða tengjast iðnaðarsviðinu.

Iðnaðarsýningin er haldin annað hvert ár og var fjöldi gesta árið 2023 um 25.000 manns.